Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að framlengja bráðabirgðaákvæði í núverandi lögum til ársloka 2015.
Helstu breytingar og nýjungar: Ekki er um að ræða breytingar en ákvæðið veitir Fjármálaeftirlitinu heimild til að grípa til sérstakra ráðstafana í samræmi við fyrirmæli þess til að takmarka tjón eða hættu á tjóni á fjármálamarkaði.
Breytingar á lögum og tengd mál: Bráðabirgðaákvæðið sem stefnt er að að framlengja er í lögum nr. 161/2002,
um fjármálafyrirtæki, en kom upphaflega inn í lögin haustið 2008 með svokölluðum neyðarlögum, nr. 125/2008.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á útgjöld ríkissjóðs.
Aðrar upplýsingar:
Skýrsla efnahags- og viðskiptaráðherra um framtíðarskipan fjármálakerfisins, 778. mál, 140. löggjafarþing, 11. maí 2012.
Heildarumgjörð um fjármálastöðugeika á Íslandi (2012). Tillögur þriggja manna hópsins til atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra.
Umsagnir (helstu atriði): Í þeim athugasemdum sem bárust var ekki lagst gegn framlengingu ákvæðisins.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Atvinnuvegir: Viðskipti