Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

251 | Lögreglulög (fækkun umdæma o.fl.)

143. þing | 20.12.2013 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 28 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Í frumvarpinu eru lagðar til skipulagsbreytingar á lögreglunni í landinu. Markmið breytinganna er að efla lögregluna og gera henni kleift að sinna lögbundnum skyldum sínum þrátt fyrir niðurskurð undanfarinna ára og fyrirsjáanlegt aðhald í ríkisfjármálum á næstu árum.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að lögregluumdæmi verði 8 í stað 15 og gert ráð fyrir aðskilnaði á embættum lögreglustjóra og sýslumanna. Lagt er til að ráðherra verði heimilt að fela sýslumönnum að fara með daglega lögreglustjórn í umboði lögreglustjóra á tilteknum svæðum með tilliti til sérstakra aðstæðna. Einnig er lagt til að skýrt verði kveðið á um hvaða aðili innan lögreglukerfisins annist bakgrunnsskoðanir og útgáfu öryggisvottana. Gert er ráð fyrir að í samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga sitji lögreglustjóri viðkomandi lögregluumdæmis og sveitarstjórar þeirra sveitarfélaga sem eru í umdæminu eða á því svæði þar sem nefndin starfar.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Lögreglulög nr. 90/1996.

Frumvarpið er lagt fram samhliða frumvarpi til laga um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði.

Kostnaður og tekjur: Ekki er unnt að meta fjárhagsleg áhrif af lögfestingu frumvarpsins.

Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir við frumvarpið studdu almennt skiptingu landsins í 8 lögregluumdæmi og aðskilnað embætta lögreglustjóra og sýslumanna. Gerðar voru athugasemdir við frumvarpið í heild og einstakar greinar þess.

Afgreiðsla: Frumvarpið varð að lögum með minni háttar breytingum. 

Efnisflokkar: Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Stjórnkerfi og stjórnarskipunarmál

Þingskjöl

Þingskjal 459 | 20.12.2013
Þingskjal 645 | 24.2.2014
Nefndarálit    
Þingskjal 647 | 24.2.2014
Þingskjal 1085 | 13.5.2014
Þingskjal 1097 | 12.5.2014
Þingskjal 1127 | 14.5.2014

Umsagnir

Stykkishólmsbær sameiginl. us. sveitarfél. á Snæfellsnesi (umsögn)