Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að innleiða í íslensk lög tvær tilskipanir og eina reglugerð Evrópusambandsins, stytta málsmeðferðartíma og skýra og einfalda verklagsreglur við hælisumsóknir.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að stutt verði við flýtimeðferð hælisumsókna og að ferlið verði einfaldað til að auka skilvirkni. Sjálfstæðri úrskurðarnefnd, kærunefnd útlendingamála, verður komið á fót.
Kostnaður og tekjur: Útgjöld ríkissjóðs munu aukast árlega um 13 milljónir kr. vegna kærunefndar útlendingamála, verði frumvarpið að lögum. Á móti kemur að annar kostnaður, t.d. vegna húsnæðis hælisumsækjenda og styttri afgreiðslutíma umsókna, getur lækkað verulega frá því sem nú er.
Aðrar upplýsingar: Tilskipun 2004/38/EB, um rétt borgara sambandsins og aðstandenda þeirra til frjálsrar farar og dvalar á yfirráðasvæði aðildarríkjanna.
Skýrsla nefndar um málefni útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins (2012). Reykjavík: Innanríkisráðuneytið.
Skýrsla nefndar um meðferð hælisumsókna (2009). Reykjavík: Dóms- og kirkjumálaráðuneytið.
Löggjöf á Norðurlöndum
Danmörk
Bekendtgørelse af udlændingeloven LBK nr 863 af 25/06/2013.
Noregur
Lov om utlendingers adgang til riket og deres opphold her (utlendingsloven) LOV-2008-05-15-35.
Svíþjóð
Utlänningslag (2005:716).
Finnland
Utlänningslag 30.4.2004/301.
Umsagnir (helstu atriði): Í umsögnum voru ekki gerðar athugasemdir við innleiðingu tilskipananna og reglugerðarinnar og stofnun kærunefndar var almennt fagnað. Gerðar voru athugasemdir við nokkrar greinar frumvarpsins.
Afgreiðsla: Frumvarpið varð að lögum með nokkrum breytingum. Kærunefnd útlendingamála skal nú að jafnaði birta úrskurði sína sem fela í sér efnislega niðurstöðu með aðgengilegum og skipulegum hætti. Einnig voru gerðar breytingar á ákvæðum um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarástæðna.
Fjölmiðlaumfjöllun: Ólafur Stephensen [leiðari]. Betri innflytjendastefna. Fréttablaðið 29.1.2014.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Lög og réttur: Persónuleg réttindi