Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

246 | Opinber skjalasöfn (heildarlög)

143. þing | 18.12.2013 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 34 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að tryggja vörslu og örugga meðferð opinberra skjala með réttindi borgaranna, hag stjórnsýslunnar og varðveislu sögu íslensku þjóðarinnar að leiðarljósi.

Helstu breytingar og nýjungar: Frumvarpinu er ætlað að skýra hver beri ábyrgð á skjalastjórn og skjalavörslu stjórnvalda. Markmiðið er að til verði heildstæðara kerfi en verið hefur um rétt almennings til upplýsinga úr gögnum hins opinbera. Fjallað er um hlutverk Þjóðskjalasafns, héraðsskjalasafna og annarra opinberra skjalasafna. Í frumvarpinu er skýrari upptalning en áður á því hverjir teljist afhendingarskyldir aðilar. Nýmæli er að söfnum er heimilt að taka við skjölum annarra en afhendingarskyldra aðila til varðveislu og eignar.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um Þjóðskjalasafn Íslands nr. 66/1985.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Löggjöf á Norðurlöndum

Noregur
Lov om arkiv [arkivlova]. LOV-1992-12-04-126.

Danmörk
Bekendtgørelse af arkivloven LBK nr 1035 af 21/08/2007.

Svíþjóð
Arkivlag (1990:782).

Finnland
Arkivlag 23.9.1994/831.

Umsagnir (helstu atriði): Ítarlegar umsagnir bárust um frumvarpið. Meðal þess sem var gagnrýnt var að ekki gilti lengur bankaleynd um upplýsingar um viðskiptavini fjármálafyrirtækja í ríkiseigu. Lagt var til að upplýsingum um fjárhags- og einkamálefni einstaklinga verði eytt úr skjalasöfnum afhendingarskyldra aðila. Hagstofan lagðist gegn niðurfellingu ákvæða laga um að trúnaðargögnum til hagskýrslugerðar skuli eytt að lokinni hagnýtingu þeirra. Ólíkar skoðanir komu fram á því að Alþingi og stofnanir þess væru undanskildar skilaskyldu til Þjóðskjalasafns. Óskað var eftir að Félag um skjalastjórn ætti fulltrúa í stjórnarnefnd Þjóðskjalasafns.

Afgreiðsla: Frumvarpið varð að lögum með nokkrum breytingum. Meðal annars voru gerðar breytingar á 8. og 9. gr. frumvarpsins í nafni skýrleika. Einnig voru gerðar breytingar á 11. gr. frumvarpsins um afhendingarskylda aðila.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Mennta- og menningarmál: Menningarmál  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál

Þingskjöl

Þingskjal 403 | 18.12.2013
Flutningsmenn: Illugi Gunnarsson
Þingskjal 946 | 10.4.2014
Nefndarálit    
Þingskjal 947 | 10.4.2014
Þingskjal 1210 | 16.5.2014
Þingskjal 1260 | 16.5.2014

Umsagnir

Hagstofa Íslands (lagt fram á fundi AM) (upplýsingar)
Þjóðskjalasafn Íslands (eftir fund í am.) (greinargerð)