Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að taka af allan vafa um rétt borgarans til að bera synjun um aðgang að sjúkraskrá undir embætti landlæknis, hvort sem um er að ræða eigin sjúkraskrá eða sjúkraskrá látins aðstandanda.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að heimildir til að kæra til ráðherra synjanir og ákvarðanir um leiðréttingu eða eyðingu sjúkraskrárupplýsinga verði felldar brott.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um sjúkrarskrár nr. 55/2009.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.
Umsagnir (helstu atriði): Athugasemdir í umsögnum lutu að flestum greinum frumvarpsins. Meðal gagnrýni var að ekki væri lengur mögulegt að kæra úrskurð um aðgang að sjúkraskrá til ráðherra.
Afgreiðsla: Frumvarpið varð að lögum með smávægilegum breytingum.
Efnisflokkar: Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál | Lög og réttur: Persónuleg réttindi