Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að innleiða í íslenskan rétt ákvæði tveggja reglugerða Evrópusambandsins um greiðslur í evrum yfir landamæri.
Helstu breytingar og nýjungar: Fáar minniháttar breytingar.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er ræða ný lög. Felld verða úr gildi lög nr. 146/2004, um greiðslur yfir landamæri í evrum, og breytingar gerðar á ákvæðum laga nr. 120/2011, um greiðsluþjónustu.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
Reglugerðirnar eru í fylgiskjölum I. og II. með frumvarpinu.
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/64/EB um greiðsluþjónustu á innri markaðnum, um breytingu á tilskipunum 97/7/EB, 2002/65/EB, 2005/60/EB og 2006/48/EB og niðurfellingu tilskipunar 97/5/EB (texti sem varðar EES). Payment Services Directive.
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/110/EB um stofnun og rekstur rafeyrisstofnana og varfærniseftirlit með þeim. E-Money Directive II, EMDII.
Umsagnir (helstu atriði): Nokkrar athugasemdir bárust og var tekið tillit til þeirra.
Afgreiðsla: Samþykkt með minniháttar breytingum.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Atvinnuvegir: Viðskipti