Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 11 | Þingskjöl: 1 | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (5.2.2014)
Markmið: Að tryggja neytendavernd í fasteignaviðskiptum.
Helstu breytingar og nýjungar: Afnuminn verði einkaréttur fasteignasala til að hafa milligöngu um sölu atvinnufyrirtækja annarra en hlutafélaga, eftirlitsnefnd fasteignasala taki við kvörtunum ef talið er að fasteignasali hafi valdið tjóni og lögð er til sú breyting á fyrirkomulagi prófa til löggildingar á störfum fasteignasala að háskólar sjái um námið.
Breytingar á lögum og tengd mál: Fella á úr gildi lög nr. 99/2004 um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Félag fasteignasala
Umsagnir (helstu atriði): Nokkrar umsagnir bárust með fjölmörgum efnislegum athugasemdum.
Afgreiðsla: Frumvarpinu var vísað til efnahags- og viðskiptanefndar eftir 1. umræðu.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Atvinnuvegir: Viðskipti