Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að leggja niður orkuráð.
Helstu breytingar og nýjungar: Orkuráð verður lagt niður og verkefni þess færð til Orkustofnunar.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um Orkustofnun, nr. 87/2003 (6. og 8. gr.), og lögum um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, nr. 13/2001 (10. gr.).
Kostnaður og tekjur: Útgjöld ríkissjóðs lækka um 2,6 milljónir króna.
Aðrar upplýsingar:
Umsagnir (helstu atriði): Fáar efnislegar athugasemdir bárust.
Afgreiðsla: Atvinnuveganefnd lagði fram nefndarálit með lítils háttar breytingum og afgreiddi málið til 2. umræðu.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Mennta- og menningarmál: Menntamál | Umhverfismál: Orkumál og auðlindir