Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

234 | Hafnalög (ríkisstyrkir o.fl., EES-reglur)

143. þing | 11.12.2013 | Lagafrumvarp

Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 2 | Staða: Bíður 2. umræðu

Samantekt

Markmið: Að bregðast við fjárhagsvanda hafna.

Helstu breytingar og nýjungar: Heimilt verður fyrir íslenska ríkið að eiga og reka ferjumannvirki og hafnir sem sinna eingöngu samgöngum milli tveggja eða fleiri áfangastaða. Lagðar eru til breytingar á ákvæðum um innheimtu þjónustugjalda og styrkhæfum framkvæmdum er skipt í fimm meginflokka. Bætt er við lögin ákvæði um neyðarhafnir.

Breytingar á lögum og tengd mál: Hafnalög nr. 61/2003.

Kostnaður og tekjur: Ekki er hægt að segja fyrir um aukinn kostnað fyrir ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Fjárhagsleg staða hafna (2008). Reykjavík: Hagfræðistofnun Háskóla Íslands.

Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir voru almennt jákvæðar en athugasemdir voru gerðar við einstaka greinar. Meðal annars var lagt til að greiðsluþátttaka ríkissjóðs vegna endurbóta á höfnum væri 90% en 60% vegna nýframkvæmda. Einnig var lagt til að í stað orðsins neyðarhöfn væri notað hugtakið skipaafdrep. 

Afgreiðsla:

Frumvarpið var afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Samgöngumál: Samgöngur  |  Hagstjórn: Skattar og tollar

Þingskjöl

Þingskjal 342 | 11.12.2013
Þingskjal 1144 | 14.5.2014

Umsagnir