Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

23 | Geislavarnir (heildarendurskoðun, EES-reglur)

143. þing | 3.10.2013 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Heildarendurskoðun laga um geislavarnir vegna áherslubreytinga á alþjóðlegum vettvangi. 

Helstu breytingar og nýjungar: Með frumvarpinu er lögð aukin áhersla á læknisfræðilega notkun geislunar og að ávallt skuli réttlæta notkun geislunar. Lagt er til bann við íblöndun geislavirkra efna við framleiðslu matvæla, fóðurs, leikfanga, skartgripa og snyrtivara. 

Breytingar á lögum og tengd mál:

Lög um geislavarnir nr. 44/2002
Frumvarpið er lagt fram í örlítið breyttri mynd frá 141. löggjafarþingi.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð. 

Aðrar upplýsingar:

The European Atomic Energy Community (EURATOM).
Radiation Protection and Safety of Radiation Sources: International Basic Safety Standards - Interim Edition General Safety Requirements Part 3 (2011). IAEA
Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA).

Löggjöf á Norðurlöndum
Noregur
Lov om strålevern og bruk av stråling [strålevernloven]. LOV-2000-05-12-36.

Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir bárust frá Geislavörnum ríkisins og Lyfjastofnun. Geislavarnir hvöttu til lögfestingar frumvarpsins en Lyfjastofnun benti á skörun í starfsemi Lyfjastofnunar og Geislavarna varðandi geislavirk lyf.

Afgreiðsla: Frumvarpið varð að lögum með breytingum sem varða réttarfarslega geislun. Lögin taka gildi 1. janúar 2014.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðiseftirlit  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Umhverfismál: Mengun

Þingskjöl

Þingskjal 23 | 3.10.2013
Þingskjal 195 | 12.11.2013
Flutningsmenn: Velferðarnefnd
Þingskjal 228 | 20.11.2013
Þingskjal 261 | 27.11.2013

Umsagnir

Velferðarnefnd | 28.10.2013
Velferðarnefnd | 31.10.2013
Lyfjastofnun (umsögn)
Velferðarnefnd | 2.12.2013