Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að bregðast við fjölgun innbrota á flugvallar- og hafnarsvæði og endurtekinni ósæmilegri hegðun flugfarþega gagnvart öðrum farþegum og áhöfn. Að skýra ákvæði í lögreglulögum vegna bakgrunnsathugana.
Helstu breytingar og nýjungar: Kveðið er skýrt á um að innbrot á flugvallar- og hafnarsvæði séu óheimil og varði refsingu. Heimildir Samgöngustofu og tollstjóra til að krefjast úrbóta vegna flugvallar- og hafnarsvæða eru skýrðar og þeim veitt úrræði til að bregðast við með sektum. Flugrekendum er veitt heimild til að bregðast við brotum á flugvernd vegna óláta farþega. Skýrt er hvaða aðili innan lögreglukerfisins ber ábyrgð á bakgrunnsathugunum og útgáfu öryggisviðurkenninga eða öryggisvottana.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um siglingavernd nr. 50/2004.
Lög um loftferðir nr. 60/1998.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 185/2010 um ítarlegar ráðstafanir til að framfylgja sameiginlegum grunnkröfum um flugvernd.
Umsagnir (helstu atriði): Félag íslenskra atvinnuflugmanna, Flugfreyjufélag Íslands og Flugvirkjafélag Íslands telja frumvarpið veita of víðtæka heimild til að afla persónuupplýsinga og brjóta í bága við 71. og 75. gr. stjórnarskrárinnar. Að sama skapi telja Icelandair, Samtök ferðaþjónustunnar og Viðskiptaráð að í 11. gr. frumvarpsins sé gengið mun lengra en í reglugerð EB nr. 185/2010, um flugvernd, og telja að greinin eigi að falla niður.
Afgreiðsla:
Frumvarpið var afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.
Fjölmiðlaumfjöllun:
Segja fordæmalausar blekkingar vera í frumvarpi. Fréttablaðið 10.3.2014.
Gagnrýna "persónunjósnir". Fréttablaðið 4.3.2014.
"Varðar ekki almannaöryggi þótt flugmaður standi í forræðisdeilu." Visir.is 4.3.2014.
Efnisflokkar: Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Samgöngumál: Samgöngur