Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

220 | Opinber innkaup (innkaup á sviði varnarmála, EES-reglur)

143. þing | 4.12.2013 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að innleiða Evróputilskipun varðandi opinber innkaup á öryggisbúnaði.

Helstu breytingar og nýjungar: Með innleiðingu tilskipunarinnar er ætlað að auðvelda opinberum stofnunum að fara í útboð á vöru-, þjónustu- og verksamningum á sviði öryggis- og varnarmála.

Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum nr. 84/2007 um opinber innkaup.

Kostnaður og tekjur: Hefur líklega ekki áhrif á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/81/EB um samræmingu reglna um útboð og gerð samningsyfirvalda eða samningsstofnana á tilteknum verksamningum, vörusamningum og þjónustusamningum á sviði varnar- og öryggismála (sjá fylgiskjal II).

Umsagnir (helstu atriði): Engar umsagnir bárust.

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 293 | 4.12.2013
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 725 | 13.3.2014
Nefndarálit    
Þingskjal 1262 | 16.5.2014