Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

204 | Tekjuskattur (afleiðuviðskipti o.fl.)

143. þing | 29.11.2013 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 12 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að endurbæta og einfalda skattkerfið.

Helstu breytingar og nýjungar:

Tekjur af afleiðusamningum verða meðhöndlaðar sem söluhagnaður en ekki vaxtatekjur. Opinber félög í rekstri vatnsveitu eða fráveitu verða undanþegin tekjuskatti af þeim tekjum. Felld verða brott ákvæði sem kveða á um að arðsúthlutun umfram 20% af skattalega bókfærðu eigin fé hlutafélags skuli skattlögð sem launatekjur þegar um er að ræða einstaklinga sem skylt er að reikna sér endurgjald. Bætt verður við lögin ákvæðum er taka til skattalegrar meðferðar við samruna hlutafélaga yfir landamæri. Lögfest verða sérstök ákvæði um milliverðlagningu ásamt skilgreiningu á tengdum lögaðilum og reglum um skjölun. Einnig er gert ráð fyrir að færa ákvæði um fyrirframgreiðslu á álögðum sérstökum fjársýsluskatti úr bráðabirgðarákvæði yfir í meginmál laganna auk breytinga á eindaga vegna greiðslu tekjuskatts af öðrum tekjum en launatekjum.

Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt.

Kostnaður og tekjur: Hefur lítil sem engin áhrif á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Milliverðlagning. Áfangaskýrsla starfshóps (2013). Reykjavík. Fjármála- og efnahagsráðuneytið.

OECD Transfer Pricing Guidelines for Multinational Enterprises and Tax Administrations (2010). París. OECD.

Umsagnir (helstu atriði): Margar efnislegar athugasemdir bárust sem einkum beindust að óskýru orðalagi.

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 266 | 29.11.2013
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 417 | 18.12.2013
Nefndarálit    
Þingskjal 418 | 18.12.2013
Þingskjal 476 | 21.12.2013
Þingskjal 478 | 20.12.2013
Flutningsmenn: Frosti Sigurjónsson
Þingskjal 492 | 21.12.2013

Umsagnir

Deloitte hf (umsögn)
Félag bókhaldsstofa (lagt fram á fundi ev.) (ýmis gögn)