Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 1 | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (7.1.2014)
Markmið: Að rýmka rétt til mannanafngifta.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að mannanafnanefnd verði lögð niður en hlutverk hennar flutt til innanríkisráðherra sem skeri úr álitamálum. Heimilt verði hverjum manni að kenna sig til föður eða móður nema hann kjósi að bera ættarnafn. Heimilt verði að taka upp nýtt ættarnafn.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um mannanöfn nr. 45/1996.
Aðrar upplýsingar:
Umsagnir (helstu atriði): Skiptar skoðanir komu fram í umsögnum. Sumum þótti það ganga of skammt, öðrum of langt. Mannanafnanefnd lýsti sig andvíga frumvarpinu en var reiðubúin til að taka þátt í heildarendurskoðun laga um mannanöfn.
Afgreiðsla:
Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Fjölmiðlaumfjöllun: Skiptar skoðanir um mannanafnanefnd [frétt]. Morgunblaðið 17.1.2014.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Mennta- og menningarmál: Menningarmál | Lög og réttur: Persónuleg réttindi