Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að félagsmenn veiðifélaga beri ekki persónulega ábyrgð á fjárskuldbindingum þess.
Helstu breytingar og nýjungar: Að félagsmenn veiðifélaga beri ekki persónulega ábyrgð á fjárskuldbindingum þess auk minniháttar lagfæringa. Breytingin er við 37. gr. laganna.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.
Umsagnir (helstu atriði): Ekki komu fram efnislegar athugasemdir við frumvarpið.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Landbúnaður | Atvinnuvegir: Viðskipti