Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

177 | Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (skilyrði til greiðslu örorkulífeyris og fjárfestingarheimildir)

143. þing | 18.11.2013 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að skýra og breyta ýmsum ákvæðum í núgildandi lögum og auka svigrúm lífeyrissjóða til fjárfestinga.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að lífeyrissjóði verði veitt heimild til þess að skilyrða greiðslu örorkulífeyris við að sjóðfélagi fari í endurhæfingu. Mælt verði fyrir um að greiði launagreiðandi inn á skuldbindingu sína við lífeyrissjóð með skuldabréfum, sem ekki eru skráð á skipulegum markaði, verði sjóðnum heimilt að eiga slík skuldabréf óháð takmörkunum 36. gr., sem kveður á um fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða. Þá er lagt til að heimild lífeyrissjóða til þess að eiga allt að 20% hlutafé í samlagshlutafélögum verði framlengd um eitt ár eða til 31. desember 2014.

Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Lög nr. 60/2012 um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða.

Virk Starfsendurhæfingasjóður.

Umsagnir (helstu atriði): Athugasemdir yfirleitt jákvæðar með minniháttar ábendingum.

Afgreiðsla: Samþykkt með minniháttar breytingu er varðar endurhæfingu sjóðfélaga.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 217 | 18.11.2013
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 312 | 9.12.2013
Þingskjal 338 | 10.12.2013
Þingskjal 411 | 18.12.2013
Þingskjal 423 | 20.12.2013
Þingskjal 438 | 19.12.2013

Umsagnir

Fjármála- og efnahagsráðuneytið (lagt fram á fundi ev.) (upplýsingar)