Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að bregðast við athugasemdum EFTA um innleiðingu á tilskipun 2006/54/EB, um jöfn tækifæri og jafna meðferð karla og kvenna að því er varðar atvinnu og störf. Einnig eru lagðar til breytingar sem varða lögfestingu á tilskipun Evrópusambandsins 2004/113 EB, um bann við mismunun í tengslum við kaup á vöru og þjónustu.
Helstu breytingar og nýjungar: Óheimilt verður að mismuna fólki vegna kyns við ákvörðun bóta og iðgjalda vegna kostnaðar sem tengist meðgöngu og fæðingu og vegna vátryggingasamninga.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir voru almennt jákvæðar en flestar athugasemdir lutu að 5. gr. frumvarpsins um bann við mismunun í tengslum við vörukaup og þjónustu.
Afgreiðsla:
Frumvarpið var samþykkt með minniháttar breytingum.
Fjölmiðlaumfjöllun: Líkamsræktarstöðvar fyrir konur ólöglegar. Morgunblaðið 12.12.2013.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Samfélagsmál: Félagsmál | Atvinnuvegir: Viðskipti