Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

168 | Vátryggingastarfsemi og miðlun vátrygginga (markaðssetning o.fl., EES-reglur)

143. þing | 13.11.2013 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að innleiða tilskipun Evrópusambandsins er varðar vátryggingafélög og lagfæra ýmsa vankanta á núgildandi lögum.

Helstu breytingar og nýjungar: Helstu breytingarnar snúa að auknum heimildum Fjármálaeftirlitsins til að hafa eftirlit og krefjast upplýsinga. Gerðar eru auknar kröfur um starfsleyfi vátryggingafélaga, meðal annars um eignir í efnahagsreikningi.

Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum nr. 56/2010 um vátryggingastarfsemi og lögum nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga.

Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Önnur meginástæða þess að þetta frumvarp er lagt fram er athugasemd frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um að innleiðingu tveggja tilskipana hafi verið ábótavant og hefur ESA hafið formlega málsmeðferð gegn íslenska ríkinu sökum þess. Um er að ræða tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/17/EB frá 19. mars 2001, um endurskipulagningu og slit vátryggingafélaga, og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/92/EB frá 9. desember 2002, um miðlun vátrygginga.

Umsagnir (helstu atriði): Nokkrar efnislegar athugasemdir bárust þar sem einkum var bent á að vanda þyrfti til verka í lagasetningu og samræma skilgreiningar í regluverkinu.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 201 | 13.11.2013
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 404 | 18.12.2013
Nefndarálit    
Þingskjal 408 | 18.12.2013
Þingskjal 529 | 21.1.2014
Þingskjal 684 | 10.3.2014
Þingskjal 839 | 26.3.2014

Umsagnir

Fjármálaeftirlitið (viðbótarumsögn) (umsögn)
Fjármálaeftirlitið (viðbótarumsögn v. innsendra erinda) (umsögn)
Samtök fjármálafyrirtækja (eftir 2. umr.) (umsögn)