Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

161 | Flutningur verkefna frá innanríkisráðuneytinu til sýslumannsembætta

143. þing | 11.11.2013 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að bæta þjónustu og auka skilvirkni innan stjórnsýslunnar. Frumvarpinu er ætlað að stuðla að auknu réttaröryggi borgaranna.

Helstu breytingar og nýjungar: Ýmis verkefni verða flutt frá aðalskrifstofu innanríkisráðuneytisins til undirstofnana þess. Útlendingastofnun tekur að sér hlutverk innanríkisráðuneytisins við veitingu ríkisborgararéttar, sýslumönnum verður falið að annast leyfisveitingar til opinberra fjársafnana auk annarra verkefna, náðunarnefnd verður sjálfstæð úrskurðarnefnd vegna samfélagsþjónustu og reynslulausnar og Fangelsismálastofnun verður falið vald til að ákveða að fullnusta refsidóma sem kveðnir hafa verið upp í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð.

Breytingar á lögum og tengd mál: Meðal annars eru lagðar til breytingar á:
Lögum um íslenskan ríkisborgararétt nr. 100/1952.

Barnalögum nr. 76/2003.
Lögum um fullnustu refsinga nr. 49/2005.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð. 

Umsagnir (helstu atriði): Í umsögnum voru gerðar athugasemdir við nokkrar greinar frumvarpsins. Meðal þeirra var athugasemd við að tekin væri út kæruleið til æðra stjórnvalds vegna mála samkvæmt 60. gr. barnalaga.

Afgreiðsla: Frumvarpið varð að lögum með breytingu á gildistökudegi, en lögin taka gildi 1. febrúar 2014.

Efnisflokkar: Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Stjórnkerfi og stjórnarskipunarmál

Þingskjöl

Þingskjal 192 | 11.11.2013
Þingskjal 331 | 10.12.2013
Þingskjal 433 | 21.12.2013
Þingskjal 442 | 19.12.2013
Þingskjal 472 | 20.12.2013

Umsagnir