Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

159 | Vísindarannsóknir á heilbrigðissviði (heildarlög)

143. þing | 11.11.2013 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 20 | Þingskjöl: 7 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að stuðla að vönduðum vísindarannsóknum á heilbrigðissviði og tryggja hagsmuni þátttakenda. 

Helstu breytingar og nýjungar: Þátttakendum í vísindarannsóknum verði tryggð ýmis réttindi, svo sem aðgangur að upplýsingum um rannsóknir sem þeir taka þátt í. Rannsóknir fari fram innan ramma heildarlaga um vísindarannsóknir. Frumvarpinu er ætlað að festa í sessi mikilvægar alþjóðlegar reglur um siðfræði rannsókna. Breytingar á núverandi umsóknarferli, um leyfi til vísindarannsókna á heilbrigðissviði, eru gerðar með það að markmiði að einfalda ferlið fyrir umsækjendur.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að rekstrarkostnaður vísindasiðanefndar aukist um 13,5 milljónir kr. á ári vegna aukinna verkefna nefndarinnar.  

Aðrar upplýsingar:

Helsinkiyfirlýsing Alþjóðafélags lækna - Siðfræðilegar meginreglur fyrir læknisfræðilegar vísindarannsóknir á mönnum. Læknablaðið 95/2009 s. 381-385.

Alþjóðasamningur um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi nr. 10/1979.

Samningur um vernd mannréttinda og mannlegrar reisnar við hagnýtingu líffræði og læknisfræði: Samningur um mannréttindi og líflæknisfræði. Birtist í Stjórnartíðindum C-deild 54/2004.

Samningur um vernd einstaklinga varðandi vélræna vinnslu persónuupplýsinga. Birtist í Stjórnartíðindum C-deild 5/1991.

Löggjöf á Norðurlöndum
Danmörk
Lov om videnskabsetisk behandling af sundhedsvidenskabelige forskningsprojekter LOV nr 593 af 14/06/2011.

Noregur
Lov om medisinsk og helsefaglig forskning LOV-2008-06-20-44.

Svíþjóð
Lag (2003:460) om etikprövning av forskning som avser människor.

Finnland
Lag om medicinsk forskning 9.4.1999/488.

Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir voru almennt jákvæðar en lagðar voru til ýmsar breytingar bæði efnislegar og orðalagsbreytingar.

Afgreiðsla: Frumvarpið varð að lögum með ýmsum breytingum sem lutu meðal annars að því að upplýsingar um hagsmunatengsl skuli koma fram í umsókn til vísindasiðanefndar eða siðanefnda heilbrigðisstofnana en ekki í rannsóknaráætlun. Þátttakendur í vísindarannsókn skulu einnig hafa aðgang að upplýsingum um að hvaða rannsóknum er unnið á vegum viðkomandi ábyrgðarmanns, stofnunar eða fyrirtækis sem hefur gögn þeirra undir höndum á grundvelli víðtæks samþykkis til varðveislu gagna.  

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál  |  Mennta- og menningarmál: Menningarmál  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi

Þingskjöl

Þingskjal 190 | 11.11.2013
Þingskjal 672 | 27.2.2014
Nefndarálit    
Flutningsmenn: Velferðarnefnd
Þingskjal 673 | 27.2.2014
Flutningsmenn: Velferðarnefnd
Þingskjal 1077 | 12.5.2014
Þingskjal 1138 | 14.5.2014
Nefndarálit    
Flutningsmenn: Velferðarnefnd
Þingskjal 1139 | 14.5.2014
Flutningsmenn: Velferðarnefnd
Þingskjal 1204 | 16.5.2014

Umsagnir

Velferðarnefnd | 10.12.2013
Erfða- og sameindalæknisfræðideild, Landspítali (sameiginl. ums. þriggja lækna) (umsögn)
Velferðarnefnd | 7.3.2014
Gísli Ragnarsson (tillaga)
Velferðarnefnd | 10.12.2013
Velferðarnefnd | 10.12.2013
Landspítalinn (tilkynning)
Velferðarnefnd | 11.12.2013
Læknafélag Íslands (frestun á umsögn)
Velferðarnefnd | 29.1.2014
Velferðarnefnd | 12.12.2013
Persónuvernd (umsögn)
Velferðarnefnd | 14.2.2014
Persónuvernd (viðbótarumsögn) (umsögn)
Velferðarnefnd | 29.11.2013
Velferðarnefnd | 15.1.2014
Velferðarráðuneytið (kynning) (ýmis gögn)
Velferðarnefnd | 29.1.2014
Velferðarráðuneytið (minnisblað)