Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 1 | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (6.12.2013)
Markmið: Að tryggja að við undirbúning og endurskoðun löggjafar og stjórnvaldsfyrirmæla fari fram vandað, óháð og hlutlægt mat á áhrifum þeirra á reglubyrði atvinnulífs og samkeppnisskilyrði.
Helstu breytingar og nýjungar:
Lagt er til að sett verði á fót óháð ráð, regluráð, sem stjórnvöldum verði skylt að leita umsagnar hjá um lagafrumvörp og áform um stjórnvaldsfyrirmæli sem muni hafa umtalsverð áhrif á reglubyrði atvinnulífsins.
Breytingar á lögum og tengd mál: Verði frumvarpið að lögum verða lög um opinberar eftirlitsreglur, nr. 27/1999, felld úr gildi.
Kostnaður og tekjur: Miðað við að fjöldi mála verði að jafnaði 30 á ári er áætlað að árlegur kostnaður við starfsemi regluráðs geti numið um 16 milljónum kr. en þar af væru um 6 milljónir kr. ný útgjöld vegna beins kostnaðar við sjálft ráðið.
Aðrar upplýsingar:
Holland
Reglugerð um Actal (adviescollege toetsing regeldru) 16. júní 2011 nr. 11.001442. The Actal mandate á enskum vef Actal.
Svíþjóð
Kommittédirektiv. Regelrådet - et råd för granskning av nya och åndrade regler som påverkar företagens regelböda. Dir.2008:57.
Umsagnir (helstu atriði): Í umsögnum komu meðal annars fram athugasemdir um skipan í regluráð. Seðlabanki Íslands gerði athugasemdir við að skylda til að bera undir regluráð stjórnvaldsfyrirmæli geti haft áhrif á lögbundið hlutverk hans og sjálfstæði. Fjármálaeftirlitið telur að skyldan geti hægt á viðbragðstíma af þeirra hálfu.
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar: Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Alþingi | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Stjórnkerfi og stjórnarskipunarmál | Atvinnuvegir: Viðskipti