Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að samræma ákvæði gildandi laga við yngri lög.
Helstu breytingar og nýjungar: Breyta á starfsheitum heilbrigðisstarfsmanna í samræmi við ákvæði laga nr. 34/2012 um heilbrigðisstarfsmenn og lagatilvísunum varðandi lög nr. 110/2007 um kauphallir og lög nr. 56/2010 um vátryggingastarfsemi. Þá er bætt við tilvísun í lög nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Einnig eru breytingar er varða lög nr. 38/2011 um fjölmiðla til samræmis við fjölmiðlalögin.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum nr. 88/1991 um aukatekjur ríkissjóðs.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á fjárhag ríkissjóðs.
Umsagnir (helstu atriði): Ein minniháttar athugasemd var gerð.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál | Mennta- og menningarmál: Menningarmál | Hagstjórn: Skattar og tollar | Atvinnuvegir: Viðskipti