Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að skýra með afgerandi hætti hvenær ÁTVR er heimilt að hafna áfengi til sölu í vínbúðum.
Helstu breytingar og nýjungar: Skýrt er með afgerandi hætti hvenær ÁTVR er heimilt að hafna áfengi til sölu í vínbúðum.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum nr. 86/2011 um verslun með áfengi og tóbak.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á fjárhag ríkissjóðs.
Aðrar upplýsingar:
ÁTVR / Vínbúðin.
Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins í málinu E-2/12, HOB-vín ehf. gegn ÁTVR frá 11. desember 2012. Fréttatilkynning dómstólsins.
Tilskipun 2000/13/EB frá 20. mars 2000 um samræmingu laga aðildarríkjanna um merkingu, kynningu og auglýsingu matvæla, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 107/2001 frá 28. september 2001.
Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir um frumvarpið skiptast nokkuð í tvö horn, annars vegar er því fagnað en hins vegar er því fundið flest til foráttu. Til dæmis gerir Félag atvinnurekenda verulegar athugasemdir við frumvarpið og telur það brjóta gegn stjórnarskrá og EES-reglum.
Afgreiðsla: Samþykkt með lítisháttar breytingu.
Fjölmiðlaumfjöllun:
ÁTVR hafnar drykkjum vegna lostafullra umbúða. Pressan 21.07.2010.
Sigurður Mikael Jónsson. Ríkið verður að selja danskan "dónadrykk". DV 22.03.2013.
Efnisflokkar: Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Atvinnuvegir: Viðskipti