Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að setja kvóta á veiðar á úthafsrækju og á rækjuveiðar við Snæfellsnes.
Helstu breytingar og nýjungar: Settar verða nýjar aflahlutdeildir úthafsrækju þar sem fyrri aflahlutdeildir ráði 70% en veiðireynsla síðustu þriggja ára 30% og að rækjustofninn við Snæfellsnes verði hlutdeildarsettur sérstaklega.
Breytingar á lögum og tengd mál: Brábirgðaákvæði varðar lög um stjórn fiskveiða nr. 116/2006.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á fjárhag ríkissjóðs.
Umsagnir (helstu atriði): Allnokkrar athugasemdir bárust og eru þær flestar samhljóða um að andmæla frumvarpinu.
Afgreiðsla: Gerðar voru verulegar breytingar á frumvarpinu sem meðal annars annars sneru að afla til strandveiða og bóta- og byggðaráðstafana og flutningi í aflamarki. Á upphaflegu frumvarpi voru gerðar þær breytingar að í stað hlutfallstalnanna 70% og 30% kom 50% fyrir hvoru tveggja, aflahlutdeild og veiðireynslu.
Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Sjávarútvegur