Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að fjármagna rannsókn á síldardauða í Kolgrafafirði.
Helstu breytingar og nýjungar: Heimila á 31 milljón kr. útgreiðslu úr sjóðnum árið 2013. Árlegar útgreiðslur úr sjóðnum hafa hingað til numið vaxtatekjum sem gert var ráð fyrir að væru 18 milljónir árið 2013. Gengið verður á eigin fé sjóðsins fyrir mismuninum.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lögð er til breyting til bráðabirgða við lög nr. 43/1998, um stofnun hlutafélags um síldarútvegsnefnd og stofnun sjóða í þágu síldarútvegsins.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á fjárhag ríkissjóðs en ekki er gert ráð fyrir þessari ráðstöfun í gildandi fjárlögum fyrir árið 2013.
Aðrar upplýsingar:
Spurningar og svör vegna síldardauða í Kolgrafafirði.
Umsagnir (helstu atriði): Ekki var óskað eftir umsögnum.
Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Mennta- og menningarmál: Menntamál | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd