Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að styrkja lagaheimildir Matvælastofnunar vegna eftirlits með áburði o.fl.
Helstu breytingar og nýjungar: Helstu breytingar varða ábyrgð framleiðenda eða dreifingaraðila á að vörur uppfylli skilyrði og séu í samræmi við innihaldslýsingu. Einnig eru lögð til ýmis ákvæði um stjórnsýslusektir og refsiviðurlög vegna brota á lögunum.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á tekjur eða gjöld ríkissjóðs.
Umsagnir (helstu atriði): Gerðar eru athugasemdir við valdsvið og úrræði Matvælastofnunar.
Afgreiðsla: Samþykkt með minniháttar breytingum.
Efnisflokkar: Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðiseftirlit | Atvinnuvegir: Landbúnaður