Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að einfalda stjórnsýslu.
Helstu breytingar og nýjungar: Í frumvarpinu er gerð tillaga um að sjúkdómalistar, sem er að finna í viðaukum með núgildandi lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, verði felldir brott og ráðherra tilgreini sjúkdómalista í reglugerð.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.
Umsagnir (helstu atriði): Ekki voru gerðar efnislegar athugasemdir við frumvarpið.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðiseftirlit