Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að einfalda stjórnsýslu.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að Byggðastofnun taki við hlutverki Neytendastofu og sinni eftirleiðis daglegum rekstri flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara og annist greiðslur vegna flutningsjöfnunar.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum nr. 103/1994 um jöfnun á flutningskostnaði
olíuvara.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á fjárhag ríkissjóðs.
Aðrar upplýsingar:
Umsagnir (helstu atriði): Ekki voru gerðar efnislegar athugasemdir við frumvarpið.
Afgreiðsla: Samþykkt með minnháttar breytingu.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins