Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

137 | Tollalög (úthlutun tollkvóta)

143. þing | 1.11.2013 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að breyta lögum vegna vankanta við síðustu lagabreytingu á lögum nr. 160/2012  um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum.

Helstu breytingar og nýjungar: Að skilgreina nánar hvaða skilyrði þurfi að vera fyrir hendi á innanlandsmarkaði til þess að tollkvótum verði úthlutað og hvernig tollar skuli ákvarðaðir.

Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á tollalögum, nr. 88/2005, nánar tilgreint 12. gr.

Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á fjárhag ríkissjóðs.

Aðrar upplýsingar: Ákvæðum þessara laga var síðast breytt í desember 2012 með lögum nr. 160/2012 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, en þar var verið að bregðast við áliti umboðsmanns Alþingis frá 18. júlí 2011, mál nr. 6070/2010, um heimild ráðherra til að leggja á verð- eða magntoll.

Umsagnir (helstu atriði): Ekki eru gerðar efnislegar athugasemdir við frumvarpið.

Afgreiðsla: Samþykkt með lítilsháttar breytingu.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 154 | 1.11.2013
Þingskjal 286 | 2.12.2013
Flutningsmenn: Atvinnuveganefnd
Þingskjal 300 | 9.12.2013
Þingskjal 527 | 20.1.2014

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 20.11.2013
Atvinnuveganefnd | 21.11.2013
Atvinnuveganefnd | 20.11.2013