Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að flytja firmaskrá frá sýslumönnum til fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra.
Helstu breytingar og nýjungar: Að flytja firmaskrá frá sýslumönnum til fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum nr. 42/1903, um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð, lögum nr. 50/2007, um sameignarfélög, og lögum nr. 17/2003, um fyrirtækjaskrá.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að útgjöld aukist um 13,8 milljónir á árinu 2014 en ekki er gert ráð fyrir þeim útgjaldaauka í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014.
Aðrar upplýsingar: Fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra
Umsagnir (helstu atriði): Allar athugasemdir voru jákvæðar.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Atvinnuvegir: Viðskipti