Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

13 | Þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið (notkun fánans)

143. þing | 3.10.2013 | Lagafrumvarp   Sent til ríkisstjórnar

Umsagnir: 10 | Þingskjöl: 3 | Staða: Í 2. umræðu

Samantekt

Markmið: Að rýmka ákvæði um notkun á íslenska þjóðfánanum við markaðssetningu á íslenskum vörum.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að heimilt verði að nota fánann við markaðssetningu vöru án þess að sérstaklega sé sótt um leyfi til þess. Orðalagið, íslensk að uppruna, er nýtt í lögunum og leggur þær skyldur á herðar þeim sem nota fánann að gera það ekki á röngum forsendum eða á villandi hátt. Sækja þarf sérstaklega um leyfi til ráðherra til þess að nota fánann í skrásett vörumerki.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lögð er til breyting á 12. gr. laga nr.  34/1944.

Aðrar upplýsingar:

Upplýsingavefur um íslenska fánann á vef forsætisráðuneytisins. Fáninn.

Löggjöf á Norðurlöndum

Noregur
Lov om Norges Flag (flaggloven) Lov-1896-12-10-1.
Forskrift angående bruk av statsflagget og handelsflagget FOR-1927-10-21-9733.
Kynningarefni utanríkisráðuneytisins um notkun fánans. Norges flagg.

Svíþjóð
Lag (1982:269) om Sveriges flagga.
Förordning (1983:826) med riktlinjer för färgnyanserna i Sveriges flagga.
Förordning (1982:270) om allmänna flaggdagar.
Riksarkivet. Sveriges flagga.

Danmörk
Í Danmörku er ekki sérstök fánalöggjöf. Reglugerðir og reglur sem gilda um notkun hans eru kynntar á vef dómsmálaráðuneytisins. Flagning i Danmark.

Finnland
Lag om Finlands flagga 26.5.1978/380.
Förordning om flaggning med Finlands flagga 26.5.1978/383.
Statsrådets beslut om färgerna i Finlands flagga 827/1993.
Reglur um notkun fánans á vef innanríkisráðuneytisins. Finlands flagga och vapen.

Afgreiðsla: Frumvarpinu var vísað til ríkisstjórnarinnar eftir 2. umræðu.

Fjölmiðlaumfjöllun: Halla Helgadóttir (2013). Íslensk hönnun, handverk og föndur? Fréttablaðið 12.12.2013.

Efnisflokkar: Mennta- og menningarmál: Menningarmál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Umsagnir