Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 10 | Þingskjöl: 3 | Staða: Í 2. umræðu
Markmið: Að rýmka ákvæði um notkun á íslenska þjóðfánanum við markaðssetningu á íslenskum vörum.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að heimilt verði að nota fánann við markaðssetningu vöru án þess að sérstaklega sé sótt um leyfi til þess. Orðalagið, íslensk að uppruna, er nýtt í lögunum og leggur þær skyldur á herðar þeim sem nota fánann að gera það ekki á röngum forsendum eða á villandi hátt. Sækja þarf sérstaklega um leyfi til ráðherra til þess að nota fánann í skrásett vörumerki.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lögð er til breyting á 12. gr. laga nr. 34/1944.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Frumvarpinu var vísað til ríkisstjórnarinnar eftir 2. umræðu.
Fjölmiðlaumfjöllun: Halla Helgadóttir (2013). Íslensk hönnun, handverk og föndur? Fréttablaðið 12.12.2013.
Efnisflokkar: Mennta- og menningarmál: Menningarmál | Atvinnuvegir: Viðskipti