Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

109 | Almenn hegningarlög (kynvitund)

143. þing | 17.10.2013 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 11 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að veita einstaklingum með kynáttunarvanda refsivernd til samræmis við aðra hópa og koma til móts við alþjóðlegar skuldbindingar á grundvelli viðbótarbókunar við samning Evrópuráðsins um tölvubrot. 

Helstu breytingar og nýjungar: Refsivert verður að mismuna einstaklingum á grundvelli kynvitundar í atvinnurekstri og þjónustustarfsemi. Einnig verður refsivert að breiða út ummæli eða tjá sig á annan hátt um hóp manna á grundvelli þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar.

Breytingar á lögum og tengd mál: Skyld löggjöf: Lög um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda nr. 57/2012.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Tilmæli ráðherranefndar Evrópuráðsins til aðildarríkja um aðferðir til að berjast gegn mismunun á grundvelli kynhneigðar og kynvitundar. Recommendation CM/Rec(2010)5.

Ályktun þings Evrópuráðsins um mismunun á grundvelli kynhneigðar og kynvitundar. Resolution 1728 (2010).
Skýrsla mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins um mismunun á grundvelli kynhneigðar og kynvitundar í Evrópu.
Samningur Evrópuráðsins um tölvubrot. CETS 185.
Viðbótarbókun við samning Evrópuráðsins um tölvubrot CETS 189.

Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Bekendtgørelse af straffeloven LBK nr 1028 af 22/08/2013.
1. mgr. 266 gr. b.
Bekendtgørelse af lov om forbud mod forskelsbehandling på grund af race m.v. LBK nr 626 af 29/09/1987.

Noregur
Almindelig borgerlig Straffelov LOV-1902-05-22-10.
135. gr. a.
349. gr. a.

Svíþjóð
Brottsbalk (1962:700)
Sjá einkum 16. kafla.

Finnland
Strafflag 19.12.1889/39.
Sjá 11. kafla, 10. og 11. gr.

Umsagnir (helstu atriði): Í flestum umsögnum var lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Fram komu ábendingar um að bæta við kyni eða kynferði í upptalningu á þeim þáttum sem njóta refsiverndar.

Afgreiðsla: Frumvarpið varð að lögum óbreytt.

Fjölmiðlaumfjöllun:

Allsherjarnefnd skoðar upptalningar í lögum vegna mismununar. Visir.is 6.11.2013.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi

Þingskjöl

Þingskjal 112 | 17.10.2013
Þingskjal 333 | 10.12.2013
Nefndarálit    
Þingskjal 550 | 23.1.2014
Nefndarálit    
Þingskjal 556 | 27.1.2014
Þingskjal 569 | 29.1.2014

Umsagnir

Vantrú (umsögn)