Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að veita einstaklingum með kynáttunarvanda refsivernd til samræmis við aðra hópa og koma til móts við alþjóðlegar skuldbindingar á grundvelli viðbótarbókunar við samning Evrópuráðsins um tölvubrot.
Helstu breytingar og nýjungar: Refsivert verður að mismuna einstaklingum á grundvelli kynvitundar í atvinnurekstri og þjónustustarfsemi. Einnig verður refsivert að breiða út ummæli eða tjá sig á annan hátt um hóp manna á grundvelli þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar.
Breytingar á lögum og tengd mál: Skyld löggjöf: Lög um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda nr. 57/2012.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Tilmæli ráðherranefndar Evrópuráðsins til aðildarríkja um aðferðir til að berjast gegn mismunun á grundvelli kynhneigðar og kynvitundar. Recommendation CM/Rec(2010)5.
Umsagnir (helstu atriði): Í flestum umsögnum var lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Fram komu ábendingar um að bæta við kyni eða kynferði í upptalningu á þeim þáttum sem njóta refsiverndar.
Afgreiðsla: Frumvarpið varð að lögum óbreytt.
Fjölmiðlaumfjöllun:
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Lög og réttur: Persónuleg réttindi