Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 14 | Þingskjöl: 1 | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (1.7.2013)
Markmið: Að styrkja stöðu aldraðra og þeirra sem búa við skerta starfsgetu, meðal annars með því að einfalda lög um lífeyrisréttindi almannatrygginga og tengdar greiðslur.
Helstu breytingar og nýjungar: Frumvarpið felur í sér heildarendurskoðun á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, og lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007. Bótakerfið er einfaldað með sameiningu bótaflokka, einföldun reglna um áhrif tekna á útreikning bóta og afnámi frítekjumarka.
Lagt er til að bótaflokkarnir ellilífeyrir, tekjutrygging ellilífeyrisþega og heimilisuppbót ellilífeyrisþega verði sameinaðir í einn bótaflokk. Einnig að heimilt verði að greiða sérstaka uppbót á lífeyri vegna framfærslu til ellilífeyrisþega ef sýnt þykir að þeir geti ekki framfleytt sér án hennar.
Breytingar á lögum og tengd mál: Gert er ráð fyrir að sjúkratryggingakafli almannatryggingalaga færist í sérlög og er frumvarp þess efnis lagt fram samhliða þessu frumvarpi.
Lög um almannatryggingar nr. 100/2007.
Lög um félagslega aðstoð nr. 99/2007.
Kostnaður og tekjur: Kemur ekki fram í frumvarpi.
Aðrar upplýsingar:
Lög um lögfestingu Norðurlandasamnings um almannatryggingar nr. 66/2004.
Ágúst Þór Sigurðsson o.fl. (2009). Nýskipan almannatrygginga : tillögur um breytingar á lífeyriskerfinu : skýrsla til félags- og tryggingamálaráðherra. Reykjavík: Verkefnisstjórn um endurskoðun almannatrygginga.
Löggjöf á Norðurlöndum
Noregur
Lov om folketrygd (folketrygdloven) LOV-1997-02-28-19.
Lov om samordning av pensjons-og trygdeytelser [samordningsloven] LOV-1957-07-06-26.
Danmörk
Bekendtgørelse af lov om social pension LBK nr 390 af 19/04/2013.
Svíþjóð
Socialförsäkringsbalk (2010:110).
Finnland
Lag om statens pensioner 22.12.2006/1295.
Socialvårdslag 17.9.1982/710.
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Almannatryggingar | Samfélagsmál: Félagsmál