Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

48 | Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (leyfilegur munur eignarliða og lífeyrisskuldbindinga o.fl.)

142. þing | 11.9.2013 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að gera nokkrar breytingar á núgildandi lögum, einkum til að koma í veg fyrir aukin útgjöld ríkissjóðs.

Helstu breytingar og nýjungar:

Aðalbreytingin felst í því að framlengja um eitt ár heimild til að reka lífeyrissjóðina með meira en 10% halla en ef lögum verður ekki breytt fyrir 1. október þarf hið opinbera að hækka iðgjöld í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Aðrar breytingar felast meðal annars í því að lífeyrissjóðir fá heimild til að skilyrða greiðslu örorkulífeyris við að sjóðfélagi fari í endurhæfingu.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Breyta á lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Ákvæðin í 1.–11. gr. og í 13. og 14. gr. voru upphaflega í frumvörpum sem lögð voru fram á 141. löggjafarþingi, 469. og 625. máli, en náðu ekki fram að ganga.

Kostnaður og tekjur: Hefur ekki fyrirsjánleg áhrif á fjárhag ríkissjóðs.

Umsagnir (helstu atriði): Engar umsagnir bárust

Afgreiðsla: Samþykkt með minniháttar breytingum en þeirri helst að lífeyrissjóðir fá ekki heimild til að skilyrða greiðslu örorkulífeyris við að sjóðfélagi fari í endurhæfingu.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 113 | 11.9.2013
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 125 | 18.9.2013
Þingskjal 128 | 18.9.2013