Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að gera ýmsar minniháttar breytingar á gildandi lögum.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagðar eru til breytingarnar á ákvæði um stærðir krókaaflamarksbáta og eignarhald á fiskiskipum á strandveiðum. Einnig er gert ráð fyrir að heimildir Fiskistofu til leyfissviptinga vegna grásleppu- eða strandveiða verði skýrðar og að lagastoð fyrir gjaldtöku vegna ólögmæts sjávarafla verði styrkt.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, nr. 79/1997 um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum nr. 37/1992 um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki teljandi áhrif á afkomu ríkissjóðs.
Umsagnir (helstu atriði): Athugasemdir umsagnaraðila beindust einkum að stærðarmörkum krókaaflsbáta en einnig að heimildum Fiskistofu.
Afgreiðsla: Samþykkt með þeim breytingum að stærðarmörkum krókaaflsbáta var breytt lítillega og bætt var inn ákvæði um sérstakan kvóta sem Byggðastofnun hefur til ráðstöfunar fyrir sjávarbyggðir í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi.
Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Sjávarútvegur