Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

3 | Stjórn fiskveiða (framlenging bráðabirgðaákvæða)

142. þing | 8.6.2013 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að framlengja nokkur bráðabirgðaákvæði í núgildandi lögum um eitt ár.

Helstu breytingar og nýjungar: Bráðabirgðaákvæðin sem gert er ráð fyrir að framlengja fjalla um frest eigenda fiskiskipa til að ráðstafa krókaaflahlutdeild, heimild ráðherra til að binda meðferð aflaheimilda ákveðnum skilyrðum varðandi framsal afla úr byggðarlögum, úthlutun ráðherra á síld og skötusel til sérstakrar ráðstöfunar og úthlutun ráðherra á afla til strandveiða og til stuðnings byggðarlögum. Auk þessa  fær rannsóknasjóður 30 milljón króna fjárframlag til að auka verðmæti sjávarfangs.

Breytingar á lögum og tengd mál: Framlengja á bráðabirgðaákvæði í lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða til loka fiskveiðiársins 2013–2014, þ.e. til 1. september 2014.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir lítilsháttar tekjuauka.

Aðrar upplýsingar: AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi.

Umsagnir (helstu atriði): Nokkrar umsagnir bárust þar sem gerðar voru ýmsar athugasemdir við frumvarpið, en þó einkum við úthlutun aflaheimilda.

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Byggðamál  |  Atvinnuvegir: Sjávarútvegur  |  Hagstjórn: Skattar og tollar

Þingskjöl

Þingskjal 3 | 8.6.2013
Þingskjal 23 | 19.6.2013
Nefndarálit    
Flutningsmenn: Atvinnuveganefnd
Þingskjal 42 | 25.6.2013

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 17.6.2013
Landssamband íslenskra útvegsmanna og fl. (LÍÚ, SA og SF) (umsögn)