Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að styrkja og efla Seðlabankann.
Helstu breytingar og nýjungar: Helsta breytingin er að það komi skýrt fram að Seðlabankinn skuli stuðla að fjármálastöðugleika. Til þess fær hann auknar heimildir til að setja reglur um laust fé og um lágmark stöðugrar fjármögnunar lánastofnana, um gjaldeyrisjöfnuð og til upplýsingaöflunar.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á fjárhag ríkissjóðs.
Aðrar upplýsingar: Seðlabanki Íslands
Umsagnir (helstu atriði): Umsagnaraðilar höfðu sumir efasemdir um hvernig Seðlabankinn ætlaði að ná þeim markmiðum sem stefnt væri að og eins þótti nokkuð langt gengið í söfnun upplýsinga sem gætu verið persónugreinanlegar.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Efnahagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Atvinnuvegir: Viðskipti