Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að afnema ákvæði í lögum um sérstakt veiðigjald.
Helstu breytingar og nýjungar: Ákvæði laganna um reiknaða rentu á þorskígildiskíló eftir veiðiflokkum og álagningu sérstaks veiðigjalds koma ekki til framkvæmda heldur verða gjöldin fastsett með líkum hætti og á yfirstandandi fiskveiðiári. Gert er ráð fyrir nýrri verðmætaviðmiðun, sérstökum þorskígildisstuðlum, til álagningar veiðigjalda í stað venjulegra þorskígilda. Þá er heimilt að seinka gjalddögum álagðra veiðigjalda í sérstökum tilvikum.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum nr. 74/2012 um veiðigjöld hvað varðar sérstakt veiðigjald sem átti að koma til framkvæmda við upphaf næsta fiskveiðiárs, 1. september 2013.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að tekjur ríkisins lækki um 3,2 milljarða á þessu ári og 6,4 á næsta ári.
Aðrar upplýsingar: Fiskistofa.
Umsagnir (helstu atriði):
Umsagnaraðilar skiptust í tvo hópa, þá sem voru fylgjandi frumvarpinu og hina som voru á móti því. Efnislegar athugasemdir voru fáar.
Afgreiðsla: Samþykkt nær óbreytt. Kolmunnaafli var undanþeginn veiðigjaldi.
Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Sjávarútvegur | Hagstjórn: Skattar og tollar | Atvinnuvegir: Viðskipti