Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að efla hagskýrslugerð til að fá nánari upplýsingar um fjárhagsstöðu heimila og fyrirtækja.
Helstu breytingar og nýjungar: Tekin verða af öll tvímæli um að Hagstofunni verði heimilt að óska eftir persónugreinanlegum upplýsingum af fjárhagslegum toga frá fyrirtækjum og einstaklingum um viðskipti þeirra við þriðja aðila.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum nr. 163/2007 um Hagstofu Íslands.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki aukinn kostnað í för með sér.
Aðrar upplýsingar:
Í greinargerð með frumvarpinu er meðal annars vísað til laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Í núgildandi lögum eru heimildir til persónugreinanlegra upplýsinga varðandi fjármál, t.d. í lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt, sbr. 94. gr., og lögum nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, sbr. 9. gr.
Recommendation CM/Red(2007)8 of the Committee of Ministers to member states on legal solutions to debt problems. Council of Europe.
Stiglitz, J.E. (2009) Report by the Commission on the Measurement of Economic Performance and Social Progress. [Stiglitz-skýrslan].
Löggjöf á Norðurlöndum
Noregur
Lov om offisiell statistikk og Statistisk Sentralbyrå (statistikkloven) LOV 1989-06-16 nr 54. Sjá gr. 2.2
Ensk þýðing: The Statistics Act of 1989
Finnland
Statistiklag 23.4.2004/280. Sjá gr. 14. og 15.
Ensk þýðing: The Statistics Act (280/2004)
Efnisflokkar: Hagstjórn: Efnahagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Atvinnuvegir: Viðskipti