Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

1 | Ráðstafanir í ríkisfjármálum (virðisaukaskattur á ferðaþjónustu)

142. þing | 8.6.2013 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að afnema fyrirhugaða hækkun virðisaukaskatts á gistiþjónustu.

Helstu breytingar og nýjungar: Hækkun á virðisaukaskatti á gistiþjónustu, sem ráðgerð var 1. september 2013, úr 7% í 14%, kemur ekki til framkvæmda.

Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt en þeim hafði verið breytt með lögum nr. 146/2012 um ráðstafanir í ríkisfjármálum.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir 535 milljóna króna tekjutapi fyrir ríkissjóð á þessu ári.

Aðrar upplýsingar: Ferðamálastofa.

Umsagnir (helstu atriði): Engar efnislegar athugasemdir bárust en skiptar skoðanir voru á því hvort hætta ætti við fyrirhugaða hækkun.

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Ferðaþjónusta  |  Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1 | 8.6.2013
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 32 | 21.6.2013
Nefndarálit    
Þingskjal 33 | 24.6.2013
Nefndarálit    
Þingskjal 34 | 24.6.2013
Nefndarálit    
Þingskjal 35 | 24.6.2013
Nefndarálit    
Þingskjal 43 | 25.6.2013

Umsagnir