Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

94 | Ársreikningar (skoðunarmenn, endurskoðendur, EES-reglur o.fl.)

141. þing | 14.9.2012 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 12 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að skýra og lagfæra lög um ársreikninga.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að heimild félaga til að hafa texta bókhaldsbóka og ársreikninga á dönsku eða ensku í stað íslensku verði víkkuð út til annarra félaga og félögum verði gert að upplýsa um að lágmarki 10 stærstu hluthafa og hundraðshluta hlutafjár, en ekki einungis eignarhluti yfir 10%. Þá eru lagðar til breytingar sem leiddar eru af tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins sem tengist málinu.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Lög nr. 79/2008, um endurskoðendur.

Kostnaður og tekjur:

Hefur ekki áhrif á tekjur eða gjöld ríkissjóðs.

Aðrar upplýsingar:

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2009/49/EB þar sem móðurfélagi sem aðeins á dótturfélög sem skipta óverulegu máli, bæði ein og sér og sem heild, er veitt undanþága frá því að semja samstæðureikning.

IFRS Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar (íslenska). International Financial Reporting Standards (heimasíða). International Standard on Related Services nr. 4410.

Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Bekendtgørelse af årsregnskabsloven LBK nr 323 af 11/04/2011.

Noregur
Lov om årsregnskap 1998-07-17-56.

Svíþjóð
Årsredovisningslag (1995:1554).


Umsagnir (helstu atriði):

Nokkrar umsagnir bárust og vakin er athygli á óljósu orðalagi og óskýrum skilgreiningum auk þess sem ekki sé samræmi við önnur lög hérlendis og erlendis. Í umsögn Viðskiptaráðs er vísað til alþjóðlegra reglna og Félag löggiltra endurskoðenda bendir á að æskilegt gæti verið að taka upp alþjóðlegan staðal um reikningsskil.

Afgreiðsla: Samþykkt með breytingum sem voru í samræmi við þær athugasemdir sem bárust varðandi óskýrt orðalag o.fl.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 94 | 14.9.2012
Þingskjal 665 | 6.12.2012
Nefndarálit    
Þingskjal 667 | 6.12.2012
Þingskjal 731 | 14.12.2012
Nefndarálit    
Þingskjal 732 | 14.12.2012
Þingskjal 904 | 17.1.2013
Flutningsmenn: Sigríður Á. Andersen
Þingskjal 933 | 28.1.2013
Þingskjal 1011 | 14.2.2013
Nefndarálit    
Þingskjal 1013 | 14.2.2013
Þingskjal 1033 | 20.2.2013
Flutningsmenn: Lilja Mósesdóttir
Þingskjal 1036 | 20.2.2013
Flutningsmenn: Helgi Hjörvar
Þingskjal 1054 | 21.2.2013

Umsagnir

Ríkisskattstjóri (brtt.) (minnisblað)