Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið:
Að skýra og lagfæra lög um bókhald með hliðsjón af þeim ábendingum sem komið hafa fram.
Helstu breytingar og nýjungar:
Í fyrsta lagi eru lagðar til breytingar á þeim ákvæðum laganna sem leggja að jöfnu störf endurskoðenda og skoðunarmanna og eru þær breytingar leiddar af lögum nr. 79/2008, um endurskoðendur. Í öðru lagi er lagt til að heimild félaga til að hafa texta bókhaldsbóka og ársreikninga á dönsku eða ensku verði víkkuð út til annarra félaga en þeirra sem hafa heimild til að hafa reikningsskilin í erlendum gjaldmiðli. Í þriðja lagi er lagt til að heimilt verði að varðveita bókhaldsgögn erlendis í allt að sex mánuði þegar sérstakar ástæður eru fyrir hendi.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Lög nr. 79/2008, um endurskoðendur.
Kostnaður og tekjur:
Hefur ekki áhrif á tekjur eða gjöld ríkissjóðs.
Umsagnir (helstu atriði):
Nokkrar umsagnir bárust og eru flestar jákvæðar en gerðar eru alvarlegar athugasemdir við óljóst orðalag og óskýr ákvæði í frumvarpinu, t.d. varðandi rafræn gögn, hlutverk skoðunarmanna og notkun erlendra tungumála.
Afgreiðsla: Samþykkt með minniháttar breytingum.
Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Viðskipti