Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið:
Að innleiða tilskipanir Evrópusambandsins um endanlegt uppgjör í greiðslukerfum og verðbréfauppgjörskerfum.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu miða að því að skilgreina betur en gert er í gildandi lögum hvaða kerfi falla undir lögin og hverjir geta verið þátttakendur í greiðslukerfum.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Breyta á lögum nr. 90/1999, um öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum.
Kostnaður og tekjur:
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkissjóðs.
Aðrar upplýsingar:
Með frumvarpinu er lagt til að innleidd verði ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/44/EB sem lúta að breytingum á tilskipun 98/26/EB, um endanlegt uppgjör í greiðslukerfum og uppgjörskerfum fyrir verðbréf.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gaf út skýrslu 27. mars 2006, Evaluation Report on the Settlement Finality Directive 98/26/EC, um hvernig tilskipun 98/26/EB virkaði í framkvæmd í aðildarríkjunum.
Umsagnir (helstu atriði):
Einungis barst umsögn frá Seðlabankanum sem gerir lítilsháttar athugasemdir en bendir á að æskilegt væri að endurskoða lögin í heild.
Afgreiðsla: Samþykkt með minniháttar breytingum.
Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál | Atvinnuvegir: Viðskipti