Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

88 | Efnalög (heildarlög, EES-reglur)

141. þing | 14.9.2012 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 15 | Þingskjöl: 7 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að setja nýja og heildstæða efnalöggjöf sem tekur mið af evrópskri löggjöf.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Ef frumvarpið verður samþykkt falla úr gildi lög nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, og lög nr. 45/2008, um efni og efnablöndur.

Kostnaður og tekjur:

Reiknað er með að útgjöld ríkissjóðs aukist um 35 milljónir kr. á fyrsta ári en 30 milljónir kr. á ári eftir það. Ekki er gert ráð fyrir þeim auknu útgjöldum í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013 eða í langtímaáætlun um ríkisfjármálin.

Aðrar upplýsingar:

Skýrsla Efnastofnunar Evrópu: Minimum criteria for REACH inspection.
Skýrsla FORUM: Strategies for enforcement of Regulation (EC) no. 1907/2006 concerning REACH.

Upplýsingar um REACH

Nordisk kemikaliegruppe (NKG).

Umhverfisstofnun.
Neytendastofa.

Löggjöf á Norðurlöndum:

Finnland
Kemikalielag 14.7.1989/744

 

 

 

 

Umsagnir (helstu atriði):

Umsagnir eru jákvæðar en gerðar eru allnokkrar athugasemdir við óskýrt orðalag sem gæti leitt til þess að markmið lagasetningarinnar næði ekki fram að ganga. Neytendastofa gerir verulegar athugasemdir við kostnaðarumsögn ráðuneytisins en stofnuninni er ætlaður aukinn starfi verði frumvarpið að lögum.

Afgreiðsla: Samþykkt sem lög með töluverðum orðalagsbreytingum sem einkum voru til þess fallnar að skýra lögin betur. Auk þess var opinberum aðilum veitt meira svigrúm til að bregðast hratt við ef hættuástand skapast. 

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Umhverfismál: Mengun  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 88 | 14.9.2012
Flutningsmenn: Svandís Svavarsdóttir
Þingskjal 1083 | 4.3.2013
Nefndarálit    
Þingskjal 1084 | 4.3.2013
Þingskjal 1281 | 18.3.2013
Flutningsmenn: Ólafur Þór Gunnarsson
Þingskjal 1310 | 22.3.2013
Þingskjal 1324 | 25.3.2013
Flutningsmenn: Ólafur Þór Gunnarsson
Þingskjal 1342 | 26.3.2013

Umsagnir

Samtök atvinnulífsins o.fl. (frá SA, SI og SVÞ (umsögn)
Umhverfisstofnun (lagt fram á fundi US) (athugasemd)
Umhverfisstofnun (minnisblað)