Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið:
Að breyta lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/ 2000 vegna athugasemda ESA við innleiðingu Íslands á tilskipun 85/337/EBE.
Helstu breytingar og nýjungar:
Framkvæmdir undir tilgreindum viðmiðunarmörkum verða ekki tilkynningarskyldar til Skipulagsstofnunar en þær framkvæmdir sem falla undir lögin verða flokkaðar í þrjá flokka og verða matsskyldar. Þá er lagt til að ákvörðunartakan verði upplýstari og taki til fleiri framkvæmda en nú er áskilið í lögunum.
Kostnaður og tekjur:
Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði.
Aðrar upplýsingar:
Tilskipun ráðsins 85/337/EBE um mat á áhrifum sem tilteknar framkvæmdir á vegum hins opinbera eða einkaaðila kunna að hafa á umhverfið.
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir og Sigbjörn Þór Birgisson (2011). Mat á umhverfisáhrifum – tilkynningarskylda: Ákvarðanir um matsskyldu framkvæmda 2004-2009. Reykjavík: Háskólinn í Reykjavík.
Margrét Vala Kristjánsdóttir o.fl.(2011). Sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum. Stjórnmál og stjórnsýsla 7 (4) s.34-56.
Umsagnir (helstu atriði):
Umsagnaraðilar ítreka fyrri athugasemdir en þá voru einkum gerðar athugasemdir við flokkun matsskyldra framkvæmda og gagnrýnt að upplýsingar um lágmarksstærð þeirra væru ekki nógu skýrar.
Afgreiðsla: Frumvarpið var afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd