Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að tryggja vörslu og örugga meðferð opinberra skjala með réttindi borgaranna, hag stjórnsýslunnar og varðveislu sögu íslensku þjóðarinnar að leiðarljósi.
Helstu breytingar og nýjungar: Frumvarpinu er ætlað að skýra hver beri ábyrgð á skjalastjórn og skjalavörslu stjórnvalda. Markmiðið er að til verði heildstæðara kerfi en verið hefur um rétt almennings til upplýsinga úr gögnum hins opinbera. Fjallað er um hlutverk Þjóðskjalasafns, héraðsskjalasafna og annarra opinberra skjalasafna. Í frumvarpinu er skýrari upptalning en áður á því hverjir teljist afhendingarskyldir aðilar. Nýmæli er að söfnum er heimilt að taka við skjölum annarra en afhendingarskyldra aðila til varðveislu og eignar.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um Þjóðskjalasafn Íslands nr. 66/1985.
Kostnaður og tekjur:
Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
Löggjöf á Norðurlöndum
Noregur
Lov om arkiv [arkivlova]. LOV-1992-12-04-126.
Danmörk
Bekendtgørelse af arkivloven LBK nr 1035 af 21/08/2007.
Svíþjóð
Arkivlag (1990:782).
Finnland
Arkivlag 23.9.1994/831.
Umsagnir (helstu atriði): Ekki var mælt fyrir frumvarpinu.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Mennta- og menningarmál: Menningarmál | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál