Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

681 | Meðhöndlun úrgangs (EES-reglur, meðferð úrgangs og úrvinnslugjald)

141. þing | 14.3.2013 | Lagafrumvarp

Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 1 | Staða: Dreift

Samantekt

Markmið: Að innleiða tilskipun ESB um úrgang.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að komið verði á sérstakri söfnun, meðal annars á pappír, málmum, plasti, gleri og lífrænum úrgangi, og gert er ráð fyrir að unnt verði að losa slíkan úrgang á aðgengilegan hátt. Þá er aukin áhersla lögð á fræðslu til almennings og að Umhverfisstofnun og sveitarfélög hafi aukið hlutverk í því sambandi. Einnig eru lagðar til breytingar á framleiðendaábyrgð vegna rafhlaðna og rafeindatækja og tekin upp framleiðendaábyrgð á drykkjarvöruumbúðir.

Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, og lögum nr. 162/2002, um úrvinnslugjald, og fella ú gildi lög nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur.

Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á fjárhag ríkissjóðs.

Aðrar upplýsingar:

Innleiða á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/98/EB um úrgang.

Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013-2024 : frumdrög til yfirlestrar (2012). Reykjavík. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. 

Afgreiðsla: Frumvarpið kom ekki til umræðu.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Umhverfismál: Mengun  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1247 | 14.3.2013
Flutningsmenn: Svandís Svavarsdóttir