Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að koma til móts við fólk sem tók lán til íbúðarkaupa með lánsveðum á árunum 2004-2008.
Helstu breytingar og nýjungar:
Lagt er til ákvæði til bráðabirgða sem gildir einu sinni og kveður á um sérstaka tegund vaxtabóta, lánsveðsvaxtabætur, fyrir íbúðareigendur sem tóku fasteignaveðlán á tímabilinu 1. janúar 2004 til og með 31. desember 2008 og áttu fasteignina 31. desember 2010. Þetta á við um eignir þar sem lán er tryggt með veði í fasteign í eigu annars einstaklings. Lánsveðsvaxtabætur skulu nema 2% af mismun á eftirstöðvum allra fasteignaveðlána 31. desember 2010 og 110% af fasteignamati þeirrar fasteignar sem lánið var tekið til kaupa eða byggingar á. Lánsveðsvaxtabætur mega ekki vera hærri en 160 þús. kr. hjá einstaklingi og 280 þús. kr. hjá hjónum og sambúðarfólki. Lánsveðsvaxtabætur verða greiddar út einu sinni og eigi síðar en 15. janúar 2014.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt.
Kostnaður og tekjur: Ríkissjóður greiðir ekki meira en 500 milljónir kr. vegna þessara aðgerða og ef heildarfjárhæð bóta reynist hærri skerðast allar bætur.
Umsagnir (helstu atriði): Einungis barst umsögn frá Ríkisskattstjóra sem gerði ýmsar efnislegar athugasemdir.
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum sem eiga að tryggja betur markmið frumvarpsins.
Fjölmiðlaumfjöllun:
Til móts við skuldara með lánsveð. RUV 14.4.2012.
Tillaga lífeyrissjóða um lánsveð gagnast engum að mati ríkisstjórnarinnar. Visir.is, 28.11.2012.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Skattar og tollar | Atvinnuvegir: Viðskipti