Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

677 | Hlutafélög o.fl. (kennitöluflakk)

141. þing | 12.3.2013 | Lagafrumvarp

Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 1 | Staða: Í nefnd

Samantekt

Markmið: Að sporna gegn kennitöluflakki.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að lágmarksfé í hlutafélögum verði hækkað úr 4 milljónum í 6 milljónir kr. og lágmarkshlutafé einkahlutafélaga verði hækkað úr 500 þúsundum í 750 þúsund kr. Þá er lagt til að Hlutafélagaskrá fái heimild til að krefjast skipta á búi félaga sem ekki hafa skilað ársreikningum fyrir þrjú síðustu reikningsár og verði jafnframt heimilt að sekta þau. Falli félag í vanskil er heimilt að ganga beint að stjórnamönnum.

Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum nr. 2/1995, um hlutafélög, nr. 138/1994, um einkahlutafélög og nr. 3/2006, um ársreikninga.

Kostnaður og tekjur: Kostnaður ríkissjóðs gæti orðið allt að 180 milljónum króna á ári vegna skiptakostnaðar og 6 milljónir vegna aðgerða Hlutafélagaskrár, þ.e. 186 milljónir, en til þessa þarf fjárheimildir á fjárlögum, sem ekki eru til staðar nú.

Aðrar upplýsingar: Greinargerð starfshóps til að vinna tillögur að lagabreytingum og aðgerðum til að verjast kennitöluflakki og til að ná markmiðum laga um jöfnun kynja í stjórnum fyrirtækja (2013). [Reykjavík. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið].

Efnisflokkar: Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1226 | 12.3.2013

Umsagnir